Sléttuvegur 11 íbúð 405

Íbúðin verður sýnd miðvikudaginn 22 október frá kl. 14,00 – 14,30

Tilboðum skal skilað fyrir kl. 12,00 miðvikudaginn 29 október 2025

  • Rúmgóð 69,6 m² tveggja. herbergja íbúð á 4. hæð merkt 405
  • Björt stofa með gluggum til suðurs og útgengi út á svalir sem lokaðar eru að hálfu leiti.
  • Sérgeymsla á stigagangi framan íbúðar er innan fermetratölu eignarinnar.
  • Á stofu, eldhúsi og gangi er eikarparkett. Dúkur á svefnherbergi, öryggisdúkur á baði. Dúkur á geymslu.
  • Opið eldhús, upprunaleg hvít innrétting sem lítur vel út, flísar á milli skápa. Tæki hafa verið endurnýjuð.
  • Innihurðir og fataskápar eru spónlagðir með beykispæni.
  • Baðherbergi er með öryggisdúk á gólfi og flísum á veggjum. Sturtuklefi með gleri, eldri innrétting með rými fyrir þvottavél.
  • Lokaðar svalir með einföldu gleri í álprófílum, gler þarfnast skoðunar.
  • Geymsla á gangi framan íbúðar.
  • Glæsilegt útsýni.
  • Þörf er á endurmálun en íbúðin lítur vel út og er vel um gengin.
  • Kaupendum er bent á að kynna sér sérstaklega gögn frá húsfélagi og greiðslur sem eigandi íbúðar þarf að standa skil á vegna mikilla viðhaldsframkvæmda.

Framreiknað verð er kr. 40.100.000,-

  • Miðast við byggingarvísitölu þann 14.október 2025, 1006,6 stig.
  • Kaupandi greiðir að auki 1% af kaupverði til Samtaka aldraðra.
  • Húsgjald er kr _________,- á mánuði.
  • Sameiginlegt þvottahús er á jarðhæð með þvottavél og þurrkara.
  • Sléttuvegur 11-13 er 5 hæða hús með 52 íbúðum. Húsið var afhent til eigenda 1991.
  • Tvær lyftur eru í húsinu.

Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu samtakanna. Sími 552-6410.