Starfsárið 2008 - 2009

Eftirfarandi skýrsla er eðli málsins samkvæmt stiklur um störf og hugmyndir stjórnar og starfsmans milli aðalfunda en engin tæmandi greinargerð umræðu og athafna Samtaka aldraðra.Stjórn og kosningarÁ aðalfundi 17 apríl 2008 voru eftirtaldir kosnir í aðalstjórn;
Erling Garðar Jónasson sem var kosin í stjórn 2007 til þriggja ára og hefur nú setið í tvö.
Þeir sem endurkjörnir voru í aðalstjórn á aðalfundinum voru;
Ingólfur Antonsson, Ingvar Georgsson, Páll Jónsson og Valur Sigurbergsson sem höfðu allir hlotið endurkosningu 2007. Því setið tvö ár.
Og í varastjórn; Jón Aðalsteinn Jónasson, Guðmundur Gunnarsson og Dóra Wium, en Guðmundur og Jón Aðalsteinn höfðu fært sig úr aðalstjórn í varastjórn eftir aðalfundi 2007.
Kosnir voru skoðunarmenn reikninga til 1. árs Hjördís Þórðardóttir og Jón Gunnarsson og skoðunarmenn endursöluíbúða Ingólfur Antonsson og Einar Þorbjörnsson.Á stjórnarfundi þann 21. júní 2007 var skipuð byggingarnefnd fyrir nýtt hús við Sléttuveg 29-31, í þá nefnd voru skipaðir, Guðmundur Gunnarsson, Jón Aðalsteinn Jónasson og Páll Jónsson. Og varamenn þeir Valur Sigurbergsson og Erling Garðar Jónasson. Voru þeir allir endurkjörnir á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund 2008.Haldnir hafa verið 14 formlegir stjórnarfundir á starfsárinu, en vegna mikilla anna sem tengjast erfileikum í undirbúningi byggingarframkvæmda við Sléttuveg hafa verið margir sameiginlegir fundir byggingarnefndar og stjórnarmanna, ásamt með fjölda funda með aðilum tengdum væntanlegu framkvæmdum.Samkvæmt ákvörðun stjórnar samtakanna er aðlöðun að nýjum samþykktum hvað varðar stjórnarkjör lokið 2010.Á aðalfundi 2010 á að kjósa í stjórn samkvæmt 19. gr. í samþykktum samtakanna sem gengu í gildi 2006. Gamla reglan um þriggja ára setu í stjórn verður þá numin úr gildi.En sú regla átti að tryggja að venjur, hefðir og reynsla sæti eftir við stjórnarskipti.19. gr. nýju samþykktanna segir svo um skipan stjórnar;Stjórn félagsins skal skipuð 5 mönnum og öðrum 3 til vara. Stjórnin skal kjörin á aðalfundi.
Stjórnarmenn skulu kjörnir skriflega ef fleiri eru í kjöri, samkvæmt tilnefningu, en kjósa á. Endurkjósa má stjórn svo oft sem vera vill. Allir meðlimir félagsins eru skuldbundnir til að taka við kosningu eitt kjörtímabil. Engan má kjósa í stjórn nema hann/hún sé félagsmaður. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum á fyrsta fundi eftir aðalfund.Um þessa grein hefur ekki ríkt sátt innan stjórnar samtakanna, enda fyrra fyrirkomulagið orðið 33 ára þegar samþykktirnar voru endurskoðaðar og þar með náð til hefðar, því er að vænta að tillaga um breytingar sem fela í sér nálgun að fyrra fyrirkomulagi verði lögð fram á aðalfundi 2010.Nauðsynlegt er að benda á að samþykktir Samtaka aldraðra eru byggðar lögum um byggingar samvinnufélaga nr. 153/1998 og lögum um samvinnufélög nr. 22/1991,Af núverandi stjórnarmönnum gefa þeir Jón Aðalsteinn Jónasson og Guðmundur Gunnarsson ekki lengur kost á sér til endurkjörs.Þeir eiga báðir að baki áratuga árangursríkt starf fyrir samtökin. Guðmundur var farsæll formaður bæði samtakana og byggingarnefndar um árabil og Jón Aðalsteinn drifkraftur og fjárgæslumaður samtakanna og byggingarframkvæmda í 16 ár.Báðir hafa þeir samþykkt fyrir einróma beiðni núverandi stjórnar að starfa í byggingarnefnd Sléttuvegs framkvæmda, meðan farið yfir erfiðustu hindranir. Ákvörðun þeirra er ómetanleg fyrir samtökin vegna reynslu þeirra og þekkingar.Fyrir hönd Samtaka aldraðra vil ég á þessum tímamótum þakka þeim kærlega þeirra langa og farsæla starf við leiða Samtök aldraða, áfallalaust, með svo glæsilegum árangri sem raun ber vitni.Aðrir núverandi stjórnarmenn gefa hinsvegar kost á sér til endurkjörs. Þau eiga öll eftir ár af sínum þriggja ára kjörtíma.Núverandi stjórn leyfir sér að tilnefna til kjörs þau Ernu Fríðu Berg og Sigurð Ámundarson í stað þeirra tveggja sem ekki óska eftir endurkjöri.Erna Fríða hefur starfað við öldrunarþjónustu næsta allan sinn starfsaldur, situr í stjórn Félags eldri borgara í Hafnarfirði, húsnæðisfélaginu Höfn þar í bæ og formaður í Öldrunarráði Hafnarfjarðarbæjar.Sigurður Ámundarson endurskoðandi, hefur haft m.a. á hendi endurskoðun
byggingarreikninga Samtaka aldraðra um árabil.Húsin Sléttuvegur 29-31.Samtök aldraðra hafa síðastliðin tvö ár unnið að undirbúningi nýbygginga á horni Sléttuvegar og Háaleitisbrautar, nánar tiltekið Sléttuveg 29-31. Í húsunum verða 58 íbúðir, 2ja og 3ja herbergja, auk bílastæða í bílgeymslu fyrir allar íbúðir. 57 íbúðir
koma til úthlutunar, þar sem ein íbúð er ætluð fyrir húsvörð.
Húsið teiknaði Guðfinna Thordarson arkitekt hjá Arkhúsinu ehf.Loforð borgarstjórnar um lóðina lá fyrir 2007, en endanleg úthlutun var í apríl 2008.
Samtök aldraðra eru afar þakklát stjórnsýslu Reykjarvíkurborgar fyrir að hafa enn og aftur kappkostað hafa til staðar lóð í glæsilegu umhverfi fyrir félagsmenn samtakanna.Vegna góðrar reynslu af viðskiptum við þær verkfræðistofur sem unnu að hönnun húsanna við Sléttuveg 19-23 og verkum verktakafyrirtækisins Atafls ákvað byggingarnefnd að mæla með því til stjórnar samtakanna að framlengja samningum við þá á grundvelli endurskoðaðra samninga. Var það samþykkt.Í byrjun árs 2008 var gengið til samninga við Landsbanka um framlengingu á þeirri fjármálaþjónustu sem bankinn hafði veitt byggjendum og umsýslu byggingarreiknings við tvær síðustu byggingarframkvæmdir samtakanna. Slík framlenging var auðfengin þar sem fyrri viðskipti og þjónusta höfðu reynst bankanum góð og arðsöm. Enn lengri reynsla af góðum og gagnlegum viðskiptum bankakerfisins við samtökin var til staðar í reynsluheimi stjórnandans í Landsbankanum, því hún hafði áður borið ábyrgð á því sama þegar hún starfaði í Búnaðarbankanum.Þjónustan hefur verið í því fólgin, samkvæmt fyrri samningum við Landsbanka og áður Búnaðarbanka, að opnaður var sér byggingarreikningur fyrir hvern einn byggingarrétthafa sem einungis hélt utan um það fé sem til greiðslu byggingarkostnaðar var ætlað. Mánaðarlega var svo greitt af þessum reikningum inná svo kallaðan byggingarreikning verktaka framkvæmdanna sem Landsbanki hélt líka utan um. Hver mánaðargreiðsla var 1/20 af áætluðum heildarkostnaði hverrar íbúðar að frádregnu staðfestingargjaldi að viðbættum verðbótum hvers mánaðar. Landsbanki sá svo um að veita þeim byggingarétthöfum sem af einhverjum ástæðum skorti fé á reikningi sínum, svo kallað brúarlán svo fullnaðarskil yrðu ætíð við verktaka að frádregnum 5% af hverjum reikning verktaka sem fer til geymslu þar til heildaruppgjör fer fram að afloknum framkvæmdum.
Þjónustan var mjög skilvirk fyrir alla aðila málsins, og skil slík og öryggi um meðhöndlun fjármuna að eftir var tekið af öllum sem málið skipti.Þann 22. ágúst 2008 komst byggingarnefnd að samkomulagi um verksamning við Atafl verktaka eftir marga langa og stranga fundi. Hönnun var þá sem næst lokið og borgin fyrirhugaði að afhenda lóðina í september eða október. Ákveðið var undirrita verktakasamning föstudaginn 3. október og fyrsti úthlutunar fundur yrði 8. október.Grjót í grýttum slóðum í leit að lausnum.Strax fyrstu viku í október, vikunni svörtu, var ljóst að í óefni stefndi í bankamálum.Yfirmaður fyrirtækjasviðs Landsbankans boðaði fulltrúa samtakanna á fund strax í upphafi vikunnar og tilkynnti að bankinn myndi sennilega ekki geta staðið við sín loforð um fjármálaþjónustu vegna framkvæmdanna við Sléttuveg.
Var þá ljóst að mikill vandi blasti við samtökunum.
Þessi niðurstaða var mikið reiðarslag og fullljóst báðum aðilum að þessi nýja staða bankans og bankakerfisins í heild yrði Samtökum aldraðra mjög kostnaðarsöm og erfið.Viðbrögð stjórnar samtakanna voru að efna til neyðar fundar vegna stöðunnar sem í raun kollvarpaði öllum áformum nýframkvæmda við Sléttuveg og var sem reiðarslag fyrir þá ábyrgu fjármálastjórn sem Samtök aldraðra hafa ávalt kappkostað að viðhafa.Ákveðið var að fresta undirskrift samnings við verktakann í ljósi breyttra viðhorfa.Gatnagerðargjöld og hönnun voru komin í um 160.0 mkr, sem voru að láni annars vegar frá Landsbanka og hinsvegar frá hönnuðum, því samkvæmt þeim grunni sem samtökin eru byggð á, lögum um byggingar samvinnufélög, er ekki gert ráð fyrir að safnað sé fé í varasjóði eða stofnsjóði.
Einu eignir samtakanna eru skuldlaust skrifstofuhúsnæði og rekstrarsjóður.Við mat á því hvernig skyldi bregðast við þessum óvæntu atburðum var óhjákvæmilegt að stjórnin hefði efst í huga þá miklu eftirspurn sem var fyrir íbúðunum, 394 umsóknir um 57 íbúðir.Haldnir voru alls 16 fundir, með ráðherra félagsmála, bönkum, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum og Íbúðalánasjóði. Einnig voru haldnir fjórir fundir til að ná til allra umsækjanda til að kanna viðhorf þeirra til framkvæmdarinnar og áhuga á þátttöku.Ásamt með tilheyrandi fundum stjórnar og byggingarnefndar, er þetta orðin langur gangur um grýtta slóða.Framkvæmdarsaga og málefni Samtaka aldraðra voru kynnt ítarlega á þessum fundum, þá sérstaklega nýbyggingar að Sléttuvegi, og þau vandamál sem urðu til vegna þeirra áfalla sem upp komu við hrun bankakerfisins.Frestun byggingar framkvæmda var auðvitað fyrsti valkostur sem skoðaður var.
Landsbankinn lagði mikla áherslu á að stjórn samtakanna frestaði framkvæmdum og bauð samtökunum lán á skammtíma vöxtum um óákveðin tíma fyrir þeim kostnaði á framkvæmdina væri fallin. Kostnaður við frestun, miðaður við vaxtatilboð Landsbanka var áætlaður 40. mkr. á ári.Síðari kostur að halda áfram hálfnuðu verki var líka ógnvekjandi miðað við fyrstu fregnir um möguleika byggjenda á nauðsynlegri fyrirgreiðslu bankanna og spá um hrun á fasteignamarkaði .Eftir langvarandi umræðu þennan kost þótti leitt í ljós að líkur væru á hraðari umsnúningi í peningamálum en upphaflega var talið, m.a. á grundvelli efnahags, verðbólgu og vaxta spáa frá ábyrgum aðilum í efnahagstjórn samfélagsins. Því skildi slegið undan kili og haldið áfram undirbúningi.Í framhaldi tókst að endurnýja samning við Atafl með frystingu upphafsvísitölu og öðrum smærri breytingum á upphaflegum samning.Þá tókst einnig að fá yfirlýsingu frá öllum þrem stóru bönkunum að þeir myndu sinna fjármálaþjónustu byggingarreikninga sinna viðskiptavina á sama hátt og áður var gert og áður er lýst. Uppgjörsreikning verktakans verður þjónað frá einum þeirra.
Það tók fimm mánuði að ná þessari niðurstöðu.
Auðvitað var staðan sem bankarnir búa við orsök langra og strangra viðræðna, en virðing í garð Samtaka aldraðra, verkefna samtakanna og árangurs, var mikill hjá öllum bankafulltrúum sem þátt tóku.
Þolinmæði þessara ágætu starfsmanna og velvilji í garð stjórnar samtakanna á erfiðum áfanga hjá báðum, verður seint fullþakkaður
Fundað var með hverjum og einum umsækjanda sem hélt fast við umsókn sína til að upplýsa um stöðu mála og kanna viðhorf þeirra á þeim tíma.Af 57 íbúðum er festur byggingarréttur á 35 með greiðslu staðfestingargjalda. Þær 22 íbúðir sem eftir eru, hafa verið auglýstar lausar og falar í frjálsri sölu, aðeins með þeim kvöðum sem fram koma í 12. gr. í samþykktum samtakanna.Ljóst er að flestir þeir sem nú hafa byggingarrétt ráða yfir nægilegu lausafé, en hinir sem frá rétti sínum hafa hörfað, hafa fjármuni sína fyrst og fremst í föstum fjármunum sem erfitt er að losa um og bankarnir ekki ákafir að taka veð í frosnum eignum.
Við þær aðstæður ætti að vera möguleiki fyrir þá sem þurfa fyrirgreiðslu að fá hana hjá lífeyrisjóði sínum með veð í eignum sem fyrir eru á hóflegum vöxtum.Staðan í sölu byggingarréttar er að enn eru falar 22 íbúðir. 31 aðili hafa hætt þátttöku sem áður höfðu staðfest umsókn um byggingarrétt. Núvirði lánakostnaðar skammtímalána og frosinn fasteignamarkaður veldur að sjálfsögðu mestu um að áhugasamir kaupendur neyðast til að bíða betri tíma.Vertakasamningur við Atafl gerir ráð fyrir að Atafl fjármagni allt að 10 íbúðir fram að fokheldu, en þá eru 12 íbúðir eftir sem fjármagna þarf.Ljóst er að byggingarrétthafar hafa rétt á fullu láni frá Íbúðarlánasjóði þegar fokheldisvottorð hefur verið gefið út fyrir íbúðirnar, en ganga verður út frá því að byggingaraðilinn Samtök aldraðra hafa einnig rétt á að fá formlega yfirlýsingu um lánafyrirgreiðslu hjá Íbúðarlánasjóði á þær íbúðir sem byggingarréttur væri enn laus þegar framkvæmdir hefjast. Búið er að ræða þau mál við sjóðinn og er það til athugunar.Hjá ráðherra var meðal margra annarra erinda, að fá skilgreint af ráðuneyti, hvort ekki væri rétt að byggingarsamvinnufélag samtakana þyrfti ekki breytingu á samþykktum sínum til að stofna til leigu deildar. En það er mat samtakanna svo sé.Stórum steini velt úr slóða.Síðast liðin fimmtudag 19.03. tókst að ná samkomulagi við Atafl um að hefja framkvæmdir í fyrstu viku apríl mánaðar á grundvelli alls þess sem áður er sagt um fyrirgreiðslu lausnir fyrir byggjendur. Ásamt samkomulagi um fjármögnunar þátttöku Atafls á að allt að 10 íbúða að fokheldu, næði til allt að þeim fjölda íbúða sem ekki væri enn festur byggingaréttur á. Gegn greiðslu á eðlilegum framvindu kostnaði fyrir þá byggjendur sem festu síðar á byggingartímanum, byggingarétt á þessum íbúðum.
Það verður að vera öllum félagsmönnum ljóst, hver sú staðreynd var sem við blasti þegar staðfest fjármögnunar og þjónustu loforð Landsbanka var endanlega dregið til baka við hrunið mikla.Ferðin á framkvæmdarleið hófst með staðfestingu Landsbanka og skínandi grænu ljósi frá bankanum, sem þýddi fulla ferð á framkvæmdar undirbúninginn.Gatnagerðar og byggingarleyfisgjöld ásamt með hönnunarkostnaði var komin upp í þá stærð að við blasti að endalok Samtaka aldraðra yrðu þau sömu og gömlu bankanna, þótt nákvæmlega hafi verið fylgt sömu leikreglum og við allar fyrri framkvæmdir. Sem sagt eitt leiðir að öðru. Og þetta annað var gjaldþrot.Það var engin annar kostur í stöðunni enn að halda áfram á fullri ferð til framkvæmda.
Nú fimm mánuðum eftir að framkvæmdir áttu að hefjast, eftir að gáð hefur verið í hverja matarholu sem í vegi hefur verið, er nokkuð ljóst að við ættum að ná á leiðarenda, vonandi ekki mikið særðir af frekara mótlæti.
Eitt er mér ljóst af þeim reynslusjóði sem haustaður hefur verið á greindri vegferð að Samtök aldraðra eru sterk rík samtök af miklum sjóði velvilja og vinsemdar sem situr í vitund allra sem til var leitað. Þar eru fyrri framkvæmdir Samtaka aldraðra sem varða veginn, en þó hafa þær hugsjónir sem samtökin standa fyrir mikið vægi í huga allra.Skýringar og hugleiðingar um störf Samtaka aldraðra.Miklar annir eru á skrifstofu félagsins enda hefur félagsmönnum fjölgað mikið og eru á fjórða þúsund. Í Samtökum aldraðra eru nú rúmlega 3200 félagar, 1800 greiðandi félagar, 80% af þeim eru á félagskorti hjóna.Húsfélög hafa á liðnum árum leitað eftir aðstoð Samtakanna vegna ýmissa mála þar á meðal um fundarstjórn og fundarritun aðalfunda svo og ýmis álita mál í rekstri húsanna og mál er varða lögin um fjöleignahús.
Stjórn Samtaka aldraðra lítur svo á að Samtökunum ber skylda til að aðstoða félagsmenn eins og unnt er í öllum félagslegum verkefnum, en tekur skýrt fram að öll afskipti samtakanna, stjórnar eða starfsmanna er sinnt af fyllsta hlutleysi og trúnaði.
Seldar íbúðir árið 2008 í eldri húsum samtakanna voru samtals 25 og skiptust þannig.Aflagrandi 40 4 íbúðir
Bólstaðarhlíð 41 og 45 7 íbúðir
Dalbraut 18- 20 – og 16 7 íbúðir
Sléttuvegur 11- 13 og 21 7 íbúðir
Alls 25 íbúðir
Seldar íbúðir árið 2009 í eldri húsum samtakanna eru nú samtals 7 og skiptust þannig.
Aflagrandi 40 3 íbúðir
Bólstaðarhlíð 41 1 íbúð
Dalbraut 20 og 16 2 íbúðir
Sléttuvegur 19 1 íbúð
Alls 7 íbúðir
Gerðir staðfestingarsamningar um íbúðir í nýbyggingu Sléttuveg.2008 27 íbúðir
2009 4 íbúðir31 íbúð.
Sala íbúða fer eftir fyrstu málsgrein 12. gr. samþykkta samtakanna, en þar segir;Sá sem fengið hefur íbúð að tilhlutan félagsins, má ekki selja íbúð nema stjórnin hafi áður hafnað forkaupsrétti að hálfu félagsins. Söluverð íbúðar má aldrei vera hærra en kostnaðarverð hennar, að viðbættri verðhækkun samkvæmt vísitölu byggingarkostnaðar, en að frádreginni hæfilegri fyrningu samkvæmt mati dómkvaddra matsmanna, hversu oft sem eigendaskipti verða. Stjórn félagsins setur nánari reglur um útreikning kostnaðarverð.Ef samtökin nýta forkaupsrétt eignar, hækkar kostnaðarverð eignarinnar sem kostnaður við þá gjörð nemur. Vegna mikilla verðhækanna fasteigna á liðnum árum sem átti rætur í auknu framboði lánsfjár, en ekki samsvarandi hækkun byggingarvísitölu, varð mikill verðmunur á íbúðum félaga samtakanna og íbúða á frjálsum í markaði.Vegna mikils þrýstings frá íbúðareigendum, ekki hvað síst erfingjum íbúða, varð stjórn félagsins að endurskoða reglur um útreikning á kostnaðarverði.
Niðurstaða stjórnarfundar 23 nóvember 2005 varð sú að eðlilegt væri og sanngjarnt að hækka upphaflegt kostnaðarverð íbúða sem byggðar voru fyrir árið 2005 um 20% áður en til vísitöluframreiknings kæmi.Núverandi stjórn hefur verið ljóst, og rætt á nokkrum fundum, að nefnd hækkun þarfnast endurskoðunar til lækkunar í samræmi við núverandi ástand á íbúðarmarkaði með sömu röksemd og leiddi til ofangreindrar breytingar á kostnaðarverði.Hinsvegar er stjórninni ljóst að það vald sem henni er fengið samkvæmt 12.gr. er þá sérlega vandmeðfarið þegar ákveða þarf verðhjöðnun á eignarverðmæti í stóru stökki, þá sérstaklega við þær óvenjulegu aðstæður sem nú ríkja á frosnum fasteignamarkaði.Stjórnin hefur vegna þessa sett fram ábendingu fyrir seljendur og kaupendur í Fréttablað samtakanna um að hugtakið hámarksverð sé hæsta leyfilega söluverð, sem skilgreint er í 12.gr.Það er því ekkert sem mælir gegn því að þeir félagar sem áhuga hafa á íbúðarkaupum, geri tilboð lægra en hámarksverð sem miðist við þeirra verðmat á viðkomandi eign sem m.a. hefði viðmið í frjálsu markaðsverði sambærilegrar eignar.Borist hefur erindi til stjórnar samtakanna frá fasteignasala fyrir hönd Brynju húsnæðisfélags Öryrkjabandalagsins, um hvort Brynja gæti fest kaup á íbúðum sem falla undir kvaðir samþykkta Samtaka aldraðra. Afstaða stjórnar við þessu erindi er neikvæð þar sem það samræmist hvorki tilgangi eða markmiðum samtakanna samkvæmt samþykktum þeirra að félagasamtök gerist félagar í Samtökum aldraðra.Stjórn Samtaka aldraðra hefur lengi búið við óvissu um lögformlega stöðu 12. gr. samþykkta samtakanna þegar til eignaskipta koma, sérstaklega vegna mismunandi lögskýringa sem fram hafa komið í tímans rás frá sýslumansembættinu í Reykjavík.
Á þetta sérstaklega við erfðamál. Þann 19 janúar framkvæmdi embættið úrlausn sem samtökin óskuðu eftir vegna erfðamáls á mjög skýran hátt sem felur í sér ótvíræðan eignarétt erfingja á íbúðum sem byggðar hafa verið eftir samþykktum samtakana en að eignarréttinum fylgja bæði réttindi og skyldur, skyldur sem í greindu tilfelli eru þær kvaðir um nýtingu sem látni/látna hafði gengist undir við kaupa eignarinnar.Meðalaldur íbúa í 357 íbúðum sem byggð hafa verið fyrir tilstuðlan Samtaka aldraðra er mjög hár í samanburði við þjónustuíbúðir sem reknar eru með fjármagni ríkisins og er það mjög umhugsunarverð staðreynd.
Í heilstæðri löggjöf um málefni aldraðra nr. 125/1999 segir um tilgang laganna;Lögin fela í sér þau markmið að gera öldruðum fært að lifa eðlilegu heimilislífi eins lengi og kostur er og að öldruðum sé tryggð þjónusta þegar hennar er þörf og í samræmi við þarfir hvers og eins. Ásamt því er lögð áhersla á að aldraðir njóti jafnréttis og að sjálfstæði þeirra sé virt.

Já, elliheimilisformið með sviptingu sjálfstæðis og sjálfræðis eða verða hornreka og íþyngjandi heimila barna sinna er ekki lengur bjóðandi eldri borgurum stoltrar þjóðar.
Samtök aldraðra hafa frá upphafi unnið sleitulaust að þessum markmiðum eins og segir um í tilgangi Samtaka aldraðra við stofnun þeirra 1973.1. Stuðla að byggingu hentugra íbúða fyrir aldraða. Stjórn skipar byggingarnefnd.
2. Vinna að aukningu á sjúkrarýmum fyrir aldraða sem þurfa hjúkrunar við.
3. Stuðla að bættri þjónustu hins opinbera við aldraða í heimahúsum.
4. Stuðla að samvinnu við hliðstæð félög innlend og erlend.
5. Vinna gegn því að öldruðum sé íþyngt með óeðlilegum skattaálögum.Samtök aldraðra hafa því á 36 ára starfstíma sínum starfað eftir sömu markmiðum og markmið laga nr. 125/1999 hafa og frá upphafi axlað sína ábyrgð í sameiginlegri en afar nauðsynlegri baráttu opinbera aðila og samtaka eldri borgara fyrir að sinnt sé þeirri grundvallarþörf hvers eldri borgara að búa við félagslegt öryggi og trygga heilbrigðisþjónustu en við sem minnstan samfélagskostnað þegar haldið er að ævikvöldi.
Vonandi verður til staðar í næstu framtíð vel unnin fræðileg úttekt á þeim samfélagslegu verðmætum sem Samtök aldraðra hafa skapað með störfum sínum. En seint verða þó á blað sett skilagrein í tölum um þau andlegu verðmæti sem félagar okkar hafa einast með búsetu í sérhönnuðum eignar íbúðum ásamt með sameiginlegri félagslegri aðstöðu og þjónustu.Samkvæmt okkar mati leiðir sameiginlegt markmið laganna og Samtaka aldraðra til mikils sparnaðar fyrir velferðakerfi ríkisins eins og reynslan hefur kennt frændum okkar Svíum, sem eftir þann lærdóm hafa stór eflt heimilisfestu, heimaþjónustu og heimahjúkrun.
En það þarf ekki að fara mörgum orðum um efndir þeirra hugmynda sem lögin marka. Það eru grjótharðar staðreyndir að hreint „gjaldþrot“ sé og hafi verið í uppbyggingu hjúkrunarvistar með einsetnum rýmum og í að leggja niður margbýli í eldri hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu á liðnum árum og er enn.Dvalar-, dagvistunar- og þjónustuheimili fyrir aldraða að frumkvæði borgarinnar hafa ekki verið ofarlega í forgangsröð, og ríkisvaldið hefur þar engin frumkvæði. Rétt er þó að undirstrika og ná lífsgleðinni á strik hvað allt þetta varðar, að hafin er bygging hjúkrunarheimilis í Mörkinni níu árum eftir að lóðinni var úthlutað.
Um síðustu áramót yfirtók Reykjavíkurborg frá ríki, hjúkrunarþjónustu í heimahúsum. Hjúkrunarþjónustan og heimilisþjónusta sameinuð eiga renna enn betri stoðum undir búsetuskilyrði okkar á eigin heimili.Samstarfsnefnd um málefni aldraðra var stofnuð í júlí 2006 að frumkvæði Velferðasviðs Reykjavíkurborgar en í nefndinni sitja fulltrúi frá Félagi eldri borgara, Samtökum aldraðra og borgarfulltrúar sem eru jafnframt í stjórn Velferðasviðs, ásamt með forstöðukonu Velferðasviðs sem er ritari nefndarinnar, Jón Aðalsteinn Jónasson var fulltrúi okkar í samstarfsnefndinni. Formaður hefur einnig setið nokkra fundi hjá nefndinni og Velferðasviði.Stjórn Samtakanna er þakklát Velferðasviði fyrir þessa nauðsynlegu skipan mála, en telur að þessi vinna skili þá fyrst verulegum árangri fyrir eldri borgara í Reykjavík, ef verklag um framsetningu mála og afgreiðslu þeirra frá nefndinni sé skilgreint í þaula. Svona nefndum hættir mjög til að vera vinaleg samverustund yfir góðum kaffisopa þar sem samræður eru um dægurmál.
Samstarfsnefndin getur að mati stjórnar Samtaka aldraðra orðið að verulegu gagni fyrir hagsmuni aldraða jafnt og fyrir hagsmuni Reykjavíkurborgar, borgarfulltrúa og embættismanna ef verklag umræðu og tillögugerðar verði við það miðuð að þátttaka eldri borgara er til ráðgjafar og samráðs, en kjörnir fulltrúar hafa ákvörðunarvaldið.Borgarfulltrúar eiga þá fyrst að skila máli áfram til endalegrar gerðar þegar ráðgjöf aldraðra hefur verið metin í störfum nefndarinnar. Sérstaklega eru Samtök aldraðra ánægð með hafa með þessari skipan mála beinan aðgang að borgarfulltrúum sem starfa að málefnum aldraðra, og fá á þessum vettvangi fyrr upplýsingar um okkar málefni sem á dagskrá eru. Samstarfið við Velferðasviðið hefur leitt af sér þátttöku í umræðu um ýmis velferðamál sem Velferðasvið er að vinna að fyrir okkur eldri borgara.Samkvæmt lögum um málefni aldraðra skal Framkvæmdasjóður aldraðra stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um land allt. Fjármagni skal varið til byggingar þjónustumiðstöðva og dagvista og byggingarstofnana fyrir aldraða.
Einnig er hlutverk sjóðsins að mæta kostnaði við nauðsynlegar breytingar og endurbætur á húsnæði sem notað er til þjónustu fyrir aldraða og til viðhalds húsnæðis dagvistar-, dvalar- og hjúkrunarheimila. Loks er heimilt að veita styrki úr sjóðnum til annarra verkefna sem stuðla að uppbyggingu öldrunarþjónustu.

Framkvæmdasjóður aldraðra fær tekjur af sérstöku gjaldi sem lagt er á skattskyldu einstaklinga samkvæmt lögum um tekjuskatt.Samtök aldraðra hafa aðeins einu sinni hlotið styrk frá opinberum aðilum vegna sinna verkefna og starfa. Styrkurinn var greiddur úr Framkvæmdarsjóði aldraðra vegna sérstakrar aðgengis útfærslu við eitt Dalbrautarhúsa. Styrkurinn var aðeins táknræn viðurkenning á verkefni sem stóðst mat um þörf, en réði ekki úrslitum um verkefnið vegna nánasar sjónarmiða sem réðu ferð.Síðan hafa Samtök aldraðra ekki fengið styrki til sinna verkefna eða starfa.Samtökin hafa greitt eðlileg lóða og byggingargjöld til borgarinnar, en hafa ekki þurft að gangast undir útboðsformið þ.e. að kaupa lóð á markaðsgengi og er það er mjög þakkarvert og í því er kannski, á þenslutíma, fólgin einhver fjárhagslegur styrkur frá borgaryfirvöldum.En hinsvegar skortir verulega á frumkvæði Samstarfsnefndar um málefni aldraðra, sem fer með úthlutunarvald framkvæmdarsjóðs, að hafa í frammi skoðun á því hvort félagsleg aðstaða ásamt og með aðstöðu fyrir tækjavædda líkamsrækt í sérbyggðum húsum fyrir eldri borgara geti fallið undir verkefni sjóðsins ásamt með annarri tilheyrandi öldrunarþjónustu í slíkum byggingum.Kominn er tími til að einhverri af hinum dugmiklu stjórnum húsfélaga í húsum sem byggð hafa verið af Samtökum aldraðra geri strandhögg
á framkvæmdarsjóðinn til dæmis við að létta undir kostnaði við kaup á tækjum til heilsuræktar fyrir bæði sál og líkama íbúanna og annarra viðurkenndra gleðigjafa til bægja frá öldrunar kvölum og stirðleika sem kvelja okkur svo æði oft og getur orðið dýrt fyrir tryggingarkerfið okkar ágæta ef ekkert er að gert og hirðuleysið ræður ferð.Það er svo leitt til þess að vita að fjármagn úr greindum sjóði var stundum um langan tíma veitt til óskyldra verkefna eins og allir vita. Þá grét vel meinandi fólk að sjálfsögðu og gerir enn, en gerði því miður ekki annað sem gera þurfti, því við þurfum fé til að efla öldrunarþjónustu í heimahúsum til þess afls sem hún þarf að búa við.Það er kolröng framtíðarstefna hjá ráðamönnum framkvæmdarsjóðs aldraðra að beina fjármagninu eingöngu að hjúkrunarvistun, eða sambýlisvistun á stofnum í ríkisrekstri, það þarf að horfa til allra átta í þessum málaflokki sem öðrum.Fyrirbyggjandi verkefni í öldrunarþjónustu þurfa líka sitt fjármagn og munu skila miklum arði til samfélagsins ef vel er að málum staðið.Að mörgu hefur verið unnið á þessu starfsári sem nú er að ljúka. Heilmikið er í huga sem gera þarf á næsta starfsári. Húsin að Sléttuveg 29-31 eru stærsta verkefnið og við vonum öll að það verkefni leysist farsællega.Velferðamál okkar eldri borgara og réttindamál verða að hafa aukið vægi í okkar samtökum og í starfi stjórnar, því erum við að kalla á liðsauka í þá baráttu sem virðist vera langt frá því að ljúka á næstunni. Ef við fáum að njóta starfskrafta Ernu Fríðu við stjórnarstörf, held ég að ættum að geta staðsett Samtök aldraðra með sæmd í þeirri baráttu.Góðir félagar.
Verið ávalt velkomin í húsnæði Samtakana í Síðumúla 29, til að deila með samtökunum hugmyndum ykkar um allt sem betur má fara í starfi samtakanna og ef ykkur skortir upplýsingar eða aðstoð með eitthvað það sem Samtök aldraðra geta aðstoðað með,Erling Garðar Jónasson formaður stjórnar.